Notkunarskilmálar

Útgáfa 1.1, desember 2022

MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA ÞJÓNUSTUNA SAMÞYKKIR ÞÚ EFTIRFARANDI SKILMÁLA:

1. Inngangur

Við, Miðeind ehf., Fiskislóð 31b, 101 Reykjavík, veitum þér afturkallanlegt, almennt og óframseljanlegt notkunarleyfi samkvæmt þessum notkunarskilmálum („skilmálum“) til að fá aðgang að og nota Explo-appið („þjónustuna“), eins og nánar er kveðið á um í skilmálunum.

2. Einkahagir þínir

Við notum eingöngu þær persónuupplýsingar sem við söfnum með notkun þinni á þjónustunni á þann hátt sem lýst er í persónuverndarstefnu okkar, sem sett er fram í viðauka við þessa skilmála.

Athugaðu að netumferð er í eðli sínu ekki fullkomlega leynileg eða örugg og að skilaboð eða upplýsingar sem þú sendir frá þér meðan þú notar þjónustuna geta verið lesnar eða gripnar af öðrum, jafnvel þótt gefið sé til kynna að tiltekin sending sé dulkóðuð.

3. Skilmálar app-verslana gilda einnig

Notkun þjónustunnar er einnig undir skilmálum og reglum viðkomandi app-verslunar (sem oftast er Apple App Store eða Google Play Store), sem gilda í stað þessara skilmála ef munur er á.

4. Hjálp vegna þjónustunnar

Hjálp. Ef þú vilt fræðast nánar um þjónustuna eða átt í vandræðum með að nýta hana, bendum við á stuðningsúrræðin okkar á explowordgame.com/is/contact-us.

Að hafa samband við okkur (m.a. vegna kvörtunar). Ef þér finnst þjónustan gölluð eða henni vera rangt lýst eða þú vilt hafa samband við okkur af öðrum ástæðum, endilega sendu okkur póst á contact@explowordgame.com.

Hvernig við munum hafa samskipti við þig. Ef við þurfum að eiga samskipti við þig munum við gera það í gegnum þjónustuna eða heimasíðu okkar á explowordgame.com/is.

5. Hvernig má nota þjónustuna

Ef þú samþykkir skilmála þessa getur þú:

 • sótt afrit af þjónustunni á snjallsímann, spjaldtölvuna eða tölvuna þína og skoðað, notað og birt þjónustuna á slíkum tækjum, eingöngu í þína eigin þágu.
 • fengið og notað ókeypis viðbætur eða uppfærslur á þjónustunni og leiðréttingar á villum, eftir því sem við gefum þér kost á slíku.

6. Lágmarksaldur

Þú verður að vera 18 ára eða eldri til að geta samþykkt þessa skilmála og notað þjónustuna.

7. Þú mátt ekki framselja eða flytja þjónustuna til þriðja aðila

Þú hefur leyfi til að nota þjónustuna í þínu eigin nafni eins og lýst er hér að ofan. Þú mátt ekki framselja þjónustuna að öðru leyti til einhvers annars, hvort sem það er gegn endurgjaldi í einhverju formi eða ókeypis. Ef þú selur tæki sem þjónustan er sett upp á, verður þú að fjarlægja þjónustuna af því.

8. Gjöld

Þú gætir þurft að greiða gjöld („gjöldin“) í tengslum við notkun þína á þjónustunni, sem áskrift eða fyrir ákveðna viðbótarþætti eða virkni. Við áskiljum okkur rétt til að gera breytingar á gjöldunum
hvenær sem er. Gjöld sem þegar hafa verið greidd verða ekki endurgreidd, af neinum ástæðum.

9. Breytingar á þessum skilmálum

Við gætum þurft að breyta þessum skilmálum af og til.

Við munum tilkynna þér um slíkar breytingar í gegnum þjónustuna eða á vefsíðunni explowordgame.com/is/terms-and-conditions/.

10. Uppfærsla þjónustunnar

Við uppfærum þjónustuna af og til í þeim tilgangi að auka hraða, bæta virkni, styðja breytingar á stýrikerfum og keyrsluumhverfi eða taka á öryggisatriðum. Einnig gætum við beðið þig um að uppfæra þjónustuna af þessum ástæðum.

Ef þú velur að setja ekki upp slíkar uppfærslur eða ef þú hafnar sjálfvirkum uppfærslum, er ekki víst að þú getir haldið áfram að nota þjónustuna.

11. Ef einhver annar á símann eða tækið sem þú notar

Ef þú sækir eða streymir þjónustunni í síma eða annað tæki sem er ekki í þinni eigu, þarftu að hafa leyfi eigandans til þess. Þú berð ábyrgð á því að farið sé eftir þessum skilmálum, hvort sem þú átt símann eða tækið eða ekki.

12. Við getum safnað tæknilegum gögnum um tækið þitt og notkun

Með því að nota þjónustuna samþykkir þú að við söfnum og nýtum tæknilegar upplýsingar um tækin sem þú notar þjónustuna á, og um notkun þína á þjónustunni, til að bæta vörur okkar og veita þér betri þjónustu.

13. Við berum ekki ábyrgð á öðrum vefsíðum sem þú vafrar á

Þjónustan getur innihaldið tengla á önnur sjálfstæð vefsvæði sem eru ekki á okkar vegum. Slík vefsvæði eru ekki undir okkar stjórn; við berum ekki ábyrgð á þeim og höfum ekki yfirfarið og samþykkt innihald þeirra eða persónuverndarstefnu (ef hún er fyrir hendi).

Þú tekur eigin ákvörðun um hvort þú skoðar eða notar slíkar óháðar síður, þar með talið hvort þú kaupir vörur eða þjónustu sem þær bjóða.

14. Takmarkanir notkunarleyfis

Þú lýsir yfir að þú munir:

 • ekki leigja, kaupleigja, framleigja, lána, veita eða láta í té á annan hátt þjónustuna í hvaða formi sem er, í heild eða að hluta, til þriðja aðila án skriflegs fyrirfram samþykkis frá okkur;
 • ekki afrita þjónustuna;
 • ekki þýða, sameina, aðlaga eða breyta þjónustunni í heild eða að hluta til, né heimila að þjónustan eða hluti hennar sé sameinuð öðrum hugbúnaði, eða innfelld í hann, nema að því marki sem nauðsynlegt er til að nota þjónustuna á tækjum eins og heimilt er samkvæmt þessum skilmálum;
 • ekki afkóða, afþýða eða endurskapa frumkóða, né búa til afleidd verk sem byggjast á þjónustunni í heild eða hluta hennar, né gera tilraun til að framkvæma nokkur slík verk;
 • uppfylla öll gildandi lög og reglugerðir um meðferð tækni og útflutning hennar, sem kunna að eiga við um þá tækni sem notuð er eða studd af þjónustunni.

15. Mörk leyfilegrar notkunar

Þér er skylt að:

 • Nota ekki þjónustuna á ólögmætan hátt, í ólögmætum tilgangi eða á nokkurn þann hátt sem samræmist ekki þessum skilmálum, og að koma ekki fram með sviksamlegum eða skaðlegum hætti, t.d. með því að hakka þig inn í þjónustuna eða keyrsluumhverfi hennar, eða skjóta þar inn skaðlegum hugbúnaði, t.d. veirum eða skaðlegum gögnum;
 • Brjóta ekki gegn hugverkaréttindum okkar eða réttindum þriðja aðila í tengslum við notkun þína á þjónustunni;
 • Senda ekki efni sem er ærumeiðandi, móðgandi eða að öðru leyti ámælisvert í tengslum við notkun þína á þjónustunni;
 • Nota ekki þjónustuna á einhvern þann máta sem gæti skemmt, gert óvirk, íþyngt, skert eða ógnað kerfum okkar eða öryggi eða truflað aðra notendur;
 • Safna hvorki né sækja upplýsingar eða gögn frá þjónustunni eða kerfum okkar eða reyna að ráða í sendingar til eða frá netþjónum þjónustunnar.

16. Hugverkaréttindi

Allur hugverkaréttur til þjónustunnar um allan heim tilheyrir okkur (eða leyfishöfum á okkar vegum). Réttindi sem tengjast þjónustunni eru aðeins veitt með leyfi og ekki seld þér. Þú hefur engan hugverkarétt til þjónustunnar eða að henni, aðeins rétt til afnota af henni samkvæmt þessum skilmálum.

17. Efni sem notendur búa til

Þú getur sent inn og gefið út athugasemdir, gögn og aðrar upplýsingar innan þjónustunnar (til dæmis á spjallrásum, bloggsíðum og umræðufundum) sem þú kýst að deila með öðrum notendum þjónustunnar („notandaefni“). Þú berð ei/n/nn/tt ábyrgð á öllu slíku notandaefni sem þú leggur til. Þú veitir okkur ótakmarkað, ókeypis, óafturkallanlegt, framseljanlegt, endurleyfishæft leyfi um allan heim, til að nota, afrita, breyta, aðlaga, eyða, birta, dreifa og nýta á annan hátt notandaefnið, að okkar eigin ákvörðun, án endurgjalds eða skuldbindinga. Þú staðfestir að notandaefnið: (i) er ekki ruddalegt eða klámfengið, (ii) er ekki ærumeiðandi, brýtur ekki gegn friðhelgi einkalífsins eða brýtur í bága við hvers konar réttindi einstaklinga eða lögaðila, (iii) brýtur ekki gegn neinum lögum, (iv) er ekki háð neinum trúnaðarkvöðum, og (v) felur ekki í sér sviksamlegar yfirlýsingar eða rangfærslur. Við áskiljum okkur rétt (en skuldbindum okkur ekki) til að skoða, fylgjast með, fjarlægja og/eða tilkynna til viðeigandi stjórnvalda um allt efni sem notendur búa til, samkvæmt okkar eigin ákvörðun hverju sinni.

18. Ábyrgð okkar á skaða eða tjóni

Takmörkun á bótaábyrgð. Að því marki sem heimilt er samkvæmt íslenskum lögum (og öðrum gildandi lögum) takmörkum við bótaábyrgð okkar í tengslum við tjón sem þú verður fyrir vegna notkunar á þjónustunni við greiðslur sem við höfum fengið frá þér síðustu sex mánuði frá því að þú gerir kröfu á hendur okkur.

Takmarkanir á þjónustunni. Þjónustan er einungis veitt í almennu upplýsinga- og afþreyingarskyni. Hún felur ekki í sér ráðgjöf sem þú ættir að reiða þig á. Þú ættir að leita sérfræði- eða faglegrar ráðgjafar áður en þú grípur til aðgerða eða lætur hjá líða að grípa til aðgerða á grundvelli upplýsinga sem þú færð frá þjónustunni. Þó að við leggjum okkur fram um að uppfæra upplýsingar sem þjónustan veitir, ábyrgjumst við hvorki beint né óbeint að slíkar upplýsingar séu réttar, fullnægjandi eða tímanlegar.

Athugaðu hvort þjónustan henti þér. Þjónustan hefur ekki verið þróuð til að uppfylla kröfur þínar. Athugaðu hvort virkni og birting þjónustunnar henti þér.

Við berum ekki ábyrgð á atburðum sem við höfum ekki stjórn á. Ef veiting þjónustunnar eða stuðningur við hana tefst eða raskast vegna atburða sem við höfum ekki stjórn á, þá berum við ekki ábyrgð á slíkum töfum eða röskunum.

19. Við getum bundið enda á rétt þinn til að nota þjónustuna ef þú brýtur gegn þessum skilmálum

Við getum hvenær sem er, að okkar eigin frjálsa vali, bundið enda á rétt þinn til að nota þjónustuna ef þú hefur brotið gegn þessum skilmálum.

Ef við afturköllum rétt þinn til að nota þjónustuna verður þú að hætta allri virkni sem heimiluð er samkvæmt þessum skilmálum, þar á meðal notkun þinni á þjónustunni.

20. Við megum framselja þennan samning.

Við getum flutt réttindi okkar og skyldur samkvæmt þessum skilmálum til annars lögaðila. Við látum þig vita ef það gerist og tryggjum að yfirfærslan hafi ekki áhrif á réttindi þín.

21. Þú þarft samþykki okkar til að framselja réttindi þín.

Þú mátt aðeins framselja réttindi þín eða skyldur samkvæmt þessum skilmálum til annars aðila samkvæmt skriflegu samkomulagi við okkur.

22. Jafnvel þótt skilmálum þessum sé ekki framfylgt strax getum við samt framfylgt þeim síðar.

Jafnvel þótt við framfylgjum ekki þessum skilmálum strax getum við samt framfylgt þeim síðar. Ef við krefjumst þess ekki þegar í stað að þú gerir það sem þér ber samkvæmt skilmálum þessum, eða ef við drögum að bregðast við broti þínu á skilmálunum, þýðir það ekki að þú sért laus allra mála, og kemur ekki í veg fyrir að við grípum til aðgerða síðar.

23. Gildandi lög og lögsaga

Um þessa skilmála gilda íslensk lög. Þú getur höfðað mál vegna þjónustunnar fyrir íslenskum dómstólum. Við getum höfðað mál á hendur þér fyrir íslenskum dómstólum eða fyrir dómstólum annarra viðeigandi lögsagnarumdæma, að okkar vali.