Persónuverndarstefna

Útgáfa 1.1, desember 2022

1. Inngangur

Þessi stefna ásamt notkunarskilmálum okkar (“skilmálarnir”) á við um notkun þína á Explo-appinu (“þjónustan”).

Tengiliðar- og samskiptaupplýsingar okkar eru eftirfarandi:

Lögaðili: Miðeind ehf., kt. 591213-1480
Netfang: contact@explowordgame.com
Póstfang: Fiskislóð 31, 101 Reykjavík, Ísland.

2. Breytingar á persónuverndarstefnu og skylda þín um að tilkynna breytingar

Persónuverndarstefna okkar sætir reglulegri endurskoðun.

Persónuverndarstefnan getur breyst og ef hún gerir það, verða þessar breytingar tilkynntar þér í gegnum þjónustuna eða á vefsíðu okkar á explowordgame.com/is/privacy-policy/.

Það er mikilvægt að persónuupplýsingar sem við geymum um þig séu nákvæmar og uppfærðar hverju sinni. Vinsamlegast upplýstu okkur, með milligöngu þjónustunnar eða með áðurnefndum samskiptaleiðum, um það ef persónuupplýsingar þínar breytast á meðan á viðskiptasambandi okkar við þig stendur.

3. Gögn sem við söfnum um þig

Við getum safnað, notað, geymt og flutt mismunandi tegundir persónuupplýsinga um þig, eins og hér segir:

 • Auðkenni.
 • Tengiliðaupplýsingar.
 • Fjárhagsgögn.
 • Færslugögn.
 • Gögn um tæki.
 • Textagögn.
 • Notandaprófíll.
 • Notkunargögn.
 • Markaðssóknar- og samskiptagögn.

Við söfnum engum viðkvæmum persónuupplýsingum um þig (þ.e. upplýsingum um kynþátt þinn eða uppruna, trúar- eða lífsskoðanir, kynlíf, kynhneigð, stjórnmálaskoðanir, stéttarfélagsaðild, heilsu, erfðafræðilegum upplýsingum eða lífkennaupplýsingum). Við söfnum heldur engum upplýsingum um refsidóma eða brot. Við óskum þess að þú innifelir engar viðkvæmar persónuupplýsingar í efni sem þú lætur þjónustunni í té.

4. Hvernig er persónuupplýsingum um þig safnað?

Við munum safna og vinna úr eftirfarandi upplýsingum um þig:

 • Upplýsingar sem þú lætur okkur í té. Þetta eru upplýsingar sem þú samþykkir að veita um þig með því að nota þjónustuna.
 • Upplýsingar sem við söfnum um þig og tækið þitt. Í hvert sinn sem þú notar þjónustuna getum við safnað tilteknum persónuupplýsingum sjálfkrafa, þar á meðal um tækið sem þú notar, efni sem þú sendir og um notkun þína sem slíka.

5. Hvernig við notum persónuupplýsingar þínar

Við munum aðeins nota persónuupplýsingar þínar í þeim mæli og tilgangi sem lög heimila. Algengast er að við notum persónuupplýsingar þínar við eftirfarandi aðstæður:

 • Þar sem samþykki þitt lá fyrir áður en vinnslan hófst.
 • Til að efna samning sem við erum um það bil að gera eða höfum gert við þig á grundvelli skilmálanna.
 • Ef það er nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar (eða þriðju aðila) og hagsmunir þínir og grundvallarréttindi ganga ekki framar þeim hagsmunum.
 • Þegar okkur er skylt að uppfylla skilyrði laga eða reglugerða.

Við munum óska eftir skýlausu samþykki þínu áður en við deilum persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila vegna markaðssetningar.

6. Flutningur persónuupplýsinga

Þegar við flytjum persónuupplýsingar þínar tryggjum við fullnægjandi vernd þeirra með því að viðhafa eftirfarandi verndarráðstafanir, eina eða fleiri:

 • Við munum einungis flytja persónuupplýsingar þínar til landa sem teljast veita fullnægjandi vernd persónuupplýsinga.
 • Þegar við notum tiltekna þjónustuaðila getum við notað sértæka samninga.

7. Gagnaöryggi

Upplýsingar sem þú lætur okkur í té eru geymdar á öruggum netþjónum.

Þar sem lykilorð er notað til að gera þér kleift að nota þjónustuna, berð þú ábyrgð á að halda því leyndu. Við biðjum þig um að deila ekki lykilorði með öðrum.

Þegar við höfum fengið upplýsingar um þig munum við fylgja ströngum verklagsreglum og öryggisþáttum til að fyrirbyggja að persónuupplýsingar þínar glatist fyrir slysni, eða verði notaðar í heimildarleysi.

Við höfum sett reglur um verklag þegar grunur kviknar um brot er varða persónuupplýsingar og munum tilkynna þér og viðeigandi eftirlitsaðilum um slíkt samkvæmt fyrirmælum laga.

8. Varðveisla gagna

Við munum varðveita persónuupplýsingar þínar eins lengi og eðlilegt er að gera ráð fyrir í tengslum við veitingu þjónustunnar og starfsemi okkar.

Við munum í sumum tilvikum afkenna persónuupplýsingar þínar (svo að þær verði ekki lengur tengdar þér) í rannsóknar- eða tölfræðilegum tilgangi. Í því tilviki getum við notað upplýsingarnar í ótakmarkaðan tíma án frekari fyrirvara.

Ef þú notar ekki þjónustuna í 12 mánuði kunnum við að líta svo á að notandareikningur þinn sé útrunninn. Í því tilviki kann persónuupplýsingum þínum að verða eytt.

9. Lagaleg réttindi þín

Við tilteknar aðstæður hefur þú eftirfarandi rétt samkvæmt persónuverndarlögum, að því er varðar persónuupplýsingar þínar:

 • Að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum þínum. Þannig getur þú fengið afrit af þeim persónuupplýsingum sem við geymum um þig og gengið úr skugga um að við vinnum úr þeim með löglegum hætti.
 • Að fara fram á að persónuupplýsingar sem við geymum um þig verði leiðréttar. Það gerir þér kleift að láta leiðrétta ófullkomnar eða ónákvæmar upplýsingar sem við geymum um þig, þótt við þurfum ef til vill að sannreyna að nýju upplýsingarnar sem þú veitir okkur séu réttar.
 • Að óska eftir að persónuupplýsingum verði eytt. Þetta gerir þér kleift að biðja okkur um að eyða persónuupplýsingum eða fjarlægja þær, þegar ekki er gild ástæða til að halda áfram vinnslu þeirra. Þú getur einnig óskað eftir að láta eyða persónuupplýsingum þínum eða fjarlægja þær þegar þú hefur réttilega andmælt vinnslu (sjá hér að neðan), þegar við höfum unnið upplýsingar um þig með ólögmætum hætti eða þegar okkur ber að eyða persónuupplýsingum um þig í samræmi við landslög. Taka skal fram að við getum e.t.v. ekki alltaf orðið við beiðni þinni um eyðingu, af tilteknum lagalegum ástæðum sem þér verða kynntar, ef við á, þegar beiðni berst. Athugaðu einnig að almennt er ekki hægt að eyða út leikjasögu þinni þar sem leikir þínir fela í sér þátttöku annarra leikmanna sem kunna að vilja halda leikjasögu sinni óskertri.
 • Að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna þegar um ræðir lögmæta hagsmuni okkar (eða þriðju aðila) og það er eitthvað við þínar tilteknu kringumstæður sem fær þig til að andmæla vinnslunni þar sem hún stríði gegn grundvallarréttindum þínum. Þú hefur einnig rétt til andmæla ef við vinnum persónuupplýsingar þínar í þágu beinnar markaðssetningar. Í sumum tilvikum munum við geta sýnt fram á að við höfum lögmætar og knýjandi ástæður til að vinna úr upplýsingum þínum, sem gangi framar þínum réttindum.
 • Að óska eftir takmörkun á vinnslu persónuupplýsinga þinna.
 • Að óska eftir að fá persónuupplýsingar þínar sendar til þín eða þriðja aðila. Við munum afhenda þér, eða þriðja aðila sem þú hefur útnefnt, persónuupplýsingar þínar á skipulegu og algengu tölvulæsilegu sniði. Athugaðu að þessi réttur á aðeins við um upplýsingar sem safnað hefur verið sjálfvirkt og sem þú veittir í upphafi samþykki fyrir að við notuðum, eða við notuðum til að framkvæma samning við þig.
 • Að afturkalla samþykki hvenær sem er, í þeim tilvikum þar sem við reiðum okkur á samþykki þitt til að vinna með persónuupplýsingar þínar. Það hefur þó ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem fór fram áður en þú dregur samþykki þitt til baka. Ef þú afturkallar samþykki þitt er ekki víst að við getum haldið áfram að veita þér tiltekna þjónustu. Við munum upplýsa þig ef svo háttar til þegar þú dregur samþykki þitt til baka.